©OpenStreetMap
þátttakendur
OpenStreetMap veitir kortagögn á þúsundum vefsvæða, símaforritum og tækjum
OpenStreetMap er byggt upp af heilu samfélagi kortagerðarfólks sem leggur inn og viðheldur gögnum um vegi, stíga, kaffihús, járnbrautir og margt, margt fleira, út um víða veröld.
Staðbundin þekking
OpenStreetMap leggur áherslu á staðbundna þekkingu. Þátttakendurnir nota loftmyndir, GPS-tæki o.þ.h. til jafns við frumstæðar kortaskissur til að sannreyna að OSM sé nákvæmt og vel uppfært.
Samfélagsdrifið
Samfélagið í kringum OpenStreetMap er fjölbreytt, ástríðufullt og stækkar með hverjum deginum. Þátttakendur okkar eru áhugasamt kortagerðarfólk, atvinnumenn í GIS-fræðum, tölvuverkfræðingar sem keyra OSM-þjóna, hjálparstarfsfólk sem gerir kort yfir svæði þar sem náttúruhamfarir hafa átt sér stað, og margir fleiri. Til að læra meira um þetta samfélag, ættirðu að skoða OpenStreetMap-bloggið, blogg notenda, blogg samfélaga og vefsvæði OSM-sjálfseignarstofnunarinnar.
Opin gögn
OpenStreetMap eru opin gögn: þér er heimilt að nota þetta í hvaða tilgangi sem er svo framarlega að þú getir um OpenStreetMap og þátttakendurna í verkefninu. Ef þú breytir gögnunum eða byggir á gögnunum á einhvern máta, máttu einungis dreifa útkomunni með sömu notkunarskilmálum. Skoðaðu síðuna um höfundarrétt og notkunarleyfi til að sjá ítarlegri upplýsingar varðandi þetta.
Lagalegur fyrirvari
Þetta vefsvæði og margar aðrar tengdar þjónustur eru formlega reknar af OpenStreetMap-sjálfseignarstofnuninni (OSMF) fyrir hönd þátttakendanna í verkerfninu. Öll notkun á þjónustum sem OSMF rekur falla undir Notkunarskilmála, Stefnu varðandi ásættanlega notkun and our Persónuverndarstefnu okkar.
Endilega hafðu samband við OSMF ef þú ert með spurningar eða beiðnir varðandi notkunarleyfi, höfundarrétt eða önnur lögfræðileg málefni.
OpenStreetMap, merkið með stækkunarglerinu og ástand kortsins eru skráð vörumerki OSMF.
Samstarfsaðilar
Vefhýsing er studd af Fastly, Fyrirtækjameðlimir OSMF og öðrum samstarfsaðilum.